Skip to main content

The Institute‘s services will be disrupted in the coming months. More Information.

Rannsóknir og starfsemi

Rannsóknir og starfsemi
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum, sögu og menningu. Við stofnunina starfar fjöldi fastráðinna fræðimanna auk gestafræðimanna sem hafa þar rannsóknaraðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Þá veitir stofnunin erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum styrki Snorra Sturlusonar sem gera þeim kleift að dveljast um tíma á Íslandi við störf sín og loks stendur hún fyrir málþingum og ráðstefnum á fræðasviði stofnunarinnar.
Verkefni og birtingar
Rannsóknarverkefni
Erindi og birtingar
Samstarf
Samstarf
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leggur ríka áherslu á góð tengsl við almenning, heimildarmenn, fyrirtæki og stofnanir innanlands. Söfnun örnefna, þjóðfræða og orðasafna byggist á góðu samstarfi við heimildarmenn víðs vegar um landið og á stofnunin marga vildarvini sem efla söfn hennar með þekkingu sinni.

Stofnunin á í fjölbreyttu samstarfi við systurstofnanir, samtök og háskóla í öðrum löndum og tekur þátt í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.
Innlent samstarf
Erlent samstarf
Samstarfsnefndir
Samstarfssamningar
Árangursstjórnunarsamningur við menningar- og viðskiptaráðuneyti
Með samningi þessum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur menningar- og viðskiptaráðuneytis og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, við útfærslu á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar. Tilgangurinn er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli og upplýsingamiðlun á milli ráðuneytisins og stofnunarinnar ásamt því að leggja grunn að áætlanagerð og mati á árangri af starfsemi hennar.
Samstarfssamningur við Háskóla Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir samstarfssamninga við Háskóla Íslands um starfstengsl, fjárhagsleg samskipti og skipan sameiginlegra starfa. Starfs­tengsl geta verið á sviði kennslu, leiðbeiningar doktors- og meistaranema, rannsókna og þjónustu. Stofnunin getur að eigin frumkvæði skipulagt námskeið en mat þeirra sem hluta háskólanáms er háð samþykki hlutaðeigandi háskóladeildar. Heimilt er að semja við Háskóla Íslands um sameiginlega umsjón ýmissa starfsmanna- og kjaramála, reglur um rétt starfsmanna til úthlutunar úr sjóðum, svo sem ársmatssjóði, sáttmálasjóði og vinnumatssjóði.