Um stofnunina
Skipurit og stjórn
Núverandi skipurit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók gildi árið 2023.
Starfsfólk
Við stofnunina starfar fjöldi fastráðinna fræðimanna og sérfræðinga á ýmsum sviðum.
Nefndir innan stofnunarinnar
Innan stofnunarinnar starfa nefndir um útgáfu, jafnréttismál, endurmenntun, umhverfismál og vefmál.
Kynningarefni
Saga stofnunarinnar
Árið 2006 voru fimm háskólastofnanir á sviði íslenskra fræða sameinaðar í eina og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varð til.
Árni Magnússon
Stofnunin dregur nafn sitt af Árna Magnússyni (1663−1730). Árni var handritasafnari og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla.
Hönnunarstaðall
Efni sem birt er í nafni Árnastofnunar skal vera í samræmi við hönnunarstaðal stofnunarinnar. Samstarfsaðilar og aðrir sem birta efni um stofnunina geta sótt upplýsingar um merki og liti hér.
Samstarfssamningar
Árangursstjórnunarsamningur við menningar- og viðskiptaráðuneyti
Með samningi þessum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur menningar- og viðskiptaráðuneytis og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, við útfærslu á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar. Tilgangurinn er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli og upplýsingamiðlun á milli ráðuneytisins og stofnunarinnar ásamt því að leggja grunn að áætlanagerð og mati á árangri af starfsemi hennar.
Samstarfssamningur við Háskóla Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir samstarfssamninga við Háskóla Íslands um starfstengsl, fjárhagsleg samskipti og skipan sameiginlegra starfa. Starfstengsl geta verið á sviði kennslu, leiðbeiningar doktors- og meistaranema, rannsókna og þjónustu. Stofnunin getur að eigin frumkvæði skipulagt námskeið en mat þeirra sem hluta háskólanáms er háð samþykki hlutaðeigandi háskóladeildar. Heimilt er að semja við Háskóla Íslands um sameiginlega umsjón ýmissa starfsmanna- og kjaramála, reglur um rétt starfsmanna til úthlutunar úr sjóðum, svo sem ársmatssjóði, sáttmálasjóði og vinnumatssjóði.