Jötnar hundvísir
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur fjallar um jötna og aðrar vættir.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Umsóknarfrestur fyrir Nordkurs-námskeið
Háskólanemum frá Norðurlöndunum stendur til boða að sækja Nordkurs-námskeið í tungumálum og menningu sem jafngilda 10 ECTS-einingum á BA-stigi. Námskeiðin eru haldin ár hvert við mismunandi háskóla á Norðurlöndunum á tímabilinu maí til ágúst og standa yfir í 3−4 vikur í senn.
Háskólanemar sem stunda nám við íslenska háskóla geta sótt um þátttöku án endurgjalds en greiða aðeins ferðakostnað og uppihald sjálfir.
Upplýsingar um námskeiðin má nálgast á heimasíðu Nordkurs.
Umsóknarfrestur er til 16. mars. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi Nordkurs á Íslandi, Branislav Bédi, í tölvupósti branislav.bedi@arnastofnun.is.
Morkinskinna − Handritið GKS 1009 fol. og textahefðin
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ármann Jakobsson prófessor fjallar um Morkinskinnu þriðjudaginn 18. mars kl. 12.10 í fyrirlestrasal Eddu.
Handritið sem nefnt er Morkinskinna hefur ekki alltaf heitið því nafni. En hvar og hvenær varð þetta handrit til og hver er saga textans sem á því er? Hvaðan kemur þetta fremur neikvæða nafn og hvar hefur handritið haldið sig undanfarin 360 ár? Ármann ræðir alla þessa hluti og hugmyndir textafræðinga frá 19. öld til okkar daga um textahefðina á bak við Morkinskinnu en einnig um önnur handrit sem eru hluti af sömu textahefð. Þetta er saga sem nær allt frá upphafi 13. aldar til seinustu ára.
Fyrirlesturinn er í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum.
Opnun íslensk-pólskrar veforðabókar
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Föstudaginn 21. mars verður íslensk-pólsk veforðabók opnuð formlega en hún hefur verið í undirbúningi undanfarin ár. Við verkið er notaður íslenskur orðagrunnur sem er stofninn í öðrum veforðabókum Árnastofnunar. Verkefnisstjóri pólska markmálsins er Stanislaw Bartoszek og auk hans hafa unnið að orðabókinni tveir þýðendur sem hafa pólsku að móðurmáli, skólaráðgjafi í kennslu innflytjenda svo og sérfræðingur í stjórnsýslu.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er það von ritstjórnarinnar að orðabókin muni nýtast sem flestum, ekki síst þeim fjölmörgu íbúum Íslands sem hafa pólsku að móðurmáli.
Aðalritstjóri orðabókarinnar er Þórdís Úlfarsdóttir og verkefnisstjóri er Halldóra Jónsdóttir
Málþing um Öskjugosið 1875
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Föstudaginn 28. mars verður haldið málþing í Eddu í samstarfi við Félag íslenskra fræða. Málefni málþingsins er Öskjugosið 1875.
Fjölskyldusmiðja – Póstkort til Nýja-Íslands
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Boðið verður upp á að senda kveðju til Nýja-Íslands, hlusta á Útvarp Ísmús og glugga í ýmsar bækur tengdum Nýja-Íslandi.