Skip to main content

Events

Málið.is fimm ára. Afmælismálþing 16. nóvember

16. November
2021
kl. 16–17

Þjóðminjasafnið fyrirlestrasalur
Reykjavík
Iceland

Á degi íslenskrar tungu 2016 opnaði forseti Íslands vefgáttina málið.is. Þar er ókeypis og auðveldur aðgangur að ýmsum þeim gagnasöfnum um íslenskt mál sem Árnastofnun hefur yfir að ráða, um beygingar, stafsetningu, merkingu, notkun, orðasambönd og uppruna orða svo að eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar úr ólíkum gagnasöfnum má nálgast með einfaldri leit gegnum málið.is.  

Vefgáttin hefur notið gríðarlegra vinsælda og notkun hennar fer enn hratt vaxandi. Í tilefni fimm ára afmælis Málsins verður vefgáttin uppfærð og gerð enn aðgengilegri, auk þess sem nýtt efni bætist við, m.a. Blöndalsorðabók, Nýyrðavefurinn og nokkrar íslensk-norrænar orðabækur. Einnig verður hægt að nálgast hugmyndir að nýtingu vefgáttarinnar í verkefnum í íslenskukennslu. 

Á málþinginu 16. nóv. 2021 kynna Steinþór Steingrímsson og Trausti Dagsson, verkefnisstjórar í upplýsingatækni hjá Árnastofnun, hinar nýju uppfærslur á Málinu, framhaldsskólakennararnir Halldóra Björt Ewen og Hugrún Hólmgeirsdóttir segja frá reynslu sinni af notkun Málsins í íslenskukennslu og Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor við Árnastofnun, fjallar um málið.is m.a. í ljósi erlendra hliðstæðna.  

Dagskrá:

  • Steinþór Steingrímsson, verkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Árnastofnun: Á milli Mála − fyrstu ár vefgáttarinnar málið.is og kynning á nýrri útgáfu
  • Halldóra Björt Ewen og Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, íslenskukennarar í MH: Er Málið málið?
  • Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor við Árnastofnun: Eiginleikar vefgáttarinnar málið.is
  • Umræður
  • Málþingsslit

Streymt verður frá málþinginu hér.

2021-11-16T16:00:00 - 2021-11-16T17:00:00