Safnkostur
Að lokinni afhendingu handritanna frá Danmörku árið 1997 eru í handritasafni stofnunarinnar 1666 handrit og handritahlutar úr safni Árna Magnússonar, prófessors í Kaupmannahöfn og handritasafnara (1663–1730) (meðtalin handrit Konráðs Gíslasonar, Magnúsar Stephensen og Stefáns Eiríkssonar), auk 1345 íslenskra fornbréfa í frumriti og 5942 fornbréfauppskrifta. Til viðbótar er 141 handrit úr Konungsbókhlöðu. Frá öndverðu var um það samið að afhendingin gæti tekið um aldarfjórðung, enda voru öll handrit ljósmynduð fyrir afhendingu og gert við mörg þeirra. Afhendingu handritanna lauk 19. júní 1997 þegar rúm 26 ár voru frá komu þeirra fyrstu til landsins 21. apríl 1971.
Stofnunin hefur einnig fengið að gjöf allmörg handrit og handritsbrot sem verið hafa í einkaeigu, svo sem handritasafn séra Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara, og einnig hafa verið keypt nokkur handrit sem boðin hafa verið til kaups erlendis. Þessi safnauki er skráður undir safnmarkinu SÁM og eru handritin nú 176 að tölu. Kunnast þeirra er Skarðsbók postulasagna, skinnbók frá 14. öld sem var keypt til landsins frá Lundúnum af íslensku bönkunum árið 1965. Einnig á stofnunin handritasafn Þorsteins M. Jónssonar og Þjóðminjasafn Íslands hefur falið henni að varðveita flest skinnbrot sem því hefur áskotnast.
Stofnunin hefur einnig fengið að gjöf allmörg handrit og handritsbrot sem verið hafa í einkaeigu, svo sem handritasafn séra Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara, og einnig hafa verið keypt nokkur handrit sem boðin hafa verið til kaups erlendis. Þessi safnauki er skráður undir safnmarkinu SÁM og eru handritin nú 176 að tölu. Kunnast þeirra er Skarðsbók postulasagna, skinnbók frá 14. öld sem var keypt til landsins frá Lundúnum af íslensku bönkunum árið 1965. Einnig á stofnunin handritasafn Þorsteins M. Jónssonar og Þjóðminjasafn Íslands hefur falið henni að varðveita flest skinnbrot sem því hefur áskotnast.
Handritarannsóknir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er leiðandi í handritarannsóknum á Íslandi. Handrit í vörslu stofnunarinnar koma úr nokkrum söfnum. Fjöldi handrita er enn varðveittur í Árnasafni í Kaupmannahöfn en auk þess eru íslensk handrit varðveitt í ýmsum söfnum víða um heim.
Handritasafn Árna Magnússonar á varðveisluskrá Unesco
Handritasafn Árna Magnússonar er í hópi 35 verka sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, setti á sérstaka varðveisluskrá sína 31. júlí 2009. Tilgangur varðveislulistans er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita andlegan menningararf veraldar með því að útnefna einstök söfn sem hafa sérstakt varðveislugildi. Ísland og Danmörk stóðu sameiginlega að tilnefna handritasafn Árna Magnússonar til skráningar á listann, en safnið er varðveitt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
Ákvörðun UNESCO vekur mikla athygli á mikilvægi handritanna í alþjóðlegu samhengi og sýnir að þau eiga erindi við heiminn allan.
Ákvörðun UNESCO vekur mikla athygli á mikilvægi handritanna í alþjóðlegu samhengi og sýnir að þau eiga erindi við heiminn allan.
Konungsbók eddukvæða á landskrá Íslands um Minni heimsins
Konungsbók eddukvæða GKS 2365 4to er ein af nýskráningunum á landskrá Íslands um Minni heimsins. Þar með aukast möguleikar þessa merkilega handrits á að verða skráð á heimsskrá UNESCO um Minni heimsins (Memory of the World Register).
Handrit Konungsbókar eddukvæða frá síðari hluta 13. aldar. Fyrir á landsskrá Íslands eru handritasafn Árna Magnússonar bæði í Danmörku og á Íslandi, sem rataði á heimslista UNESCO um Minni heimsins árið 2009. Manntalið frá 1703, sem Árni Magnússon og Páll Vídalín gerðu að fyrirskipun Danakonungs, var samþykkt á heimslista UNESCO um Minni heimsins árið 2013. Handritið sem um ræðir er elsta og merkasta safn eddukvæða sem varðveist hefur. Það var sent Danakonungi að gjöf á 17. öld og hlaut þess vegna nafnið Codex Regius, þ.e. Konungsbók. Þar eru felld saman í heild kvæði af norrænum goðum og hetjum þjóðflutningaaldar og víkingaaldar. Mest af þessum kvæðaarfi er hvergi til nema í þessu handriti og yngri eftirritum þess. Eddukvæði teljast til frumheimilda um trúarbragðasögu norrænna þjóða. Þessi arfur hefur varðveist sem leifar eða endurskapaður í nýjum búningi á þýsku og engilsaxnesku menningarsvæði en hvergi eins fjölbreyttur og með eins fornlegu sniði og á Íslandi.
Handrit Konungsbókar eddukvæða frá síðari hluta 13. aldar. Fyrir á landsskrá Íslands eru handritasafn Árna Magnússonar bæði í Danmörku og á Íslandi, sem rataði á heimslista UNESCO um Minni heimsins árið 2009. Manntalið frá 1703, sem Árni Magnússon og Páll Vídalín gerðu að fyrirskipun Danakonungs, var samþykkt á heimslista UNESCO um Minni heimsins árið 2013. Handritið sem um ræðir er elsta og merkasta safn eddukvæða sem varðveist hefur. Það var sent Danakonungi að gjöf á 17. öld og hlaut þess vegna nafnið Codex Regius, þ.e. Konungsbók. Þar eru felld saman í heild kvæði af norrænum goðum og hetjum þjóðflutningaaldar og víkingaaldar. Mest af þessum kvæðaarfi er hvergi til nema í þessu handriti og yngri eftirritum þess. Eddukvæði teljast til frumheimilda um trúarbragðasögu norrænna þjóða. Þessi arfur hefur varðveist sem leifar eða endurskapaður í nýjum búningi á þýsku og engilsaxnesku menningarsvæði en hvergi eins fjölbreyttur og með eins fornlegu sniði og á Íslandi.