Skip to main content

Viðburðir

Handritasmiðja fyrir börn og fjölskyldur

Sunnudaginn 19. apríl kl. 14–16 verður handrita- og handverkssmiðja starfrækt í fræðslurými á jarðhæð Safnahússins og er ætlað að auka þekkingu á eðli handrita sem sjá má á sýningunni Sjónarhorn.

Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnkennari við Árnastofnun, hefur umsjón með smiðjunni og fræðir gesti og gangandi um handverkið sem forfeður okkar þurftu að tileinka sér við gerð og ritun skinnhandrita miðalda. Að auki býðst áhugasömum að spreyta sig á skriftum og myndskreytingum með tilskornum fjöðurstaf og náttúrubleki á bókfell (kálfskinn) sem verkað er með ævafornri aðferð.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn 17 ára og yngri.

Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

2020-04-19T14:00:00 - 2020-04-19T16:00:00