Skip to main content

Haralds rímur Hringsbana - Íslenzkar miðaldarímur I

Útgáfuár
1973
ISBN númer
9979-819-18-9
Lítil og handhæg bók í fallegu og vönduðu bandi, byggð á merkasta rímnahandriti frá íslenskum miðöldum, Staðarhólsbók. Þessar rímur birtast hér í fyrsta skipti á prenti og hljóta að vera fengur sérhverjum áhugamanni um íslenskan skáldskap. Þá eru þær einstakt dæmi um bókmenntir frá tíma sem bókmenntaáhugamenn þekkja lítið til, 15. og 16. öld. Rímurnar byggja á glataðri fornaldarsögu, en þær eru bæði auðlesnar og skemmtilegar. Í lok ritsins er efni rímnanna endursagt á ensku, þar sem sagan er glötuð, en efni hennar er á margan hátt girnilegur fróðleikur fyrir þjóðsagnafræðinga.