Skip to main content

Hallgrímur Pétursson; Ljóðmæli

Útgáfuár
2000
ISBN númer
9979-819-70.7
Nýlega kom út hjá Stofnun Árna Magnússonar fyrsta bindi Ljóðmæla eftir Hallgrím Pétursson (1614-1674) en með því hefst fræðileg heildarútgáfa á verkum skáldsins. Útgáfan skiptist í fjóra hluta: ljóðmæli, sálmaflokka, rímur og laust mál. Í fyrsta hluta, ljóðmælum, verða fimm bindi og er áætlað að út komi eitt bindi á ári. Undirbúningur útgáfunnar hófst fyrir um þremur áratugum með rannsóknarvinnu Jóns M. Samsonarsonar og Steinars Matthíassonar en undanfarin ár hefur Margrét Eggertsdóttir einkum unnið að verkinu. Nú vinna að útgáfunni þau Kristján Eiríksson og Svanhildur Óskarsdóttir, auk Margrétar. Í fyrsta bindi Ljóðmæla eru 33 sálmar og kvæði sem einkum fjalla um forgengileik heimsins og fallvalt lán. Hér eru m.a. hvöss ádeilukvæði og vel kunnir sálmar um dauðann. Texti hvers kvæðis er prentaður stafréttur eftir aðalhandriti en orðamunur úr öðrum handritum birtur neðanmáls. Gerð er rækileg grein fyrir varðveislu hvers kvæðis, og auk þess er handritunum lýst í sérstakri skrá. Margrét Eggertsdóttir hafði umsjón með útgáfunni og ritar inngang.

Efnisyfirlit

Allt eins og blómstrið eina
Allt heimsins glysið, fordild fríð
Annars erindi rekur (Flærðarsenna)
Á minni andlátsstundu
Áður á tíðum (Aldarháttur)
Barnalund blind, hrædd
Brögnum skal nú bjóða
Enn ber eg andarkvein
Fyrnist heimur, fáheyrt skeður
Gef eg mig allan á Guðs míns náð
Guð komi sjálfur nú með náð
Guð náði nú hvað gengur tregt
Herra Jesú, eg hrópa á þig
Holdið of kátt
Hverfa happs tímar
Hætta er stór í heimi
Maður að gá
Mannsins stuttur er, eg inni
Margt býr stundum mér í sinni
Mundu þig maður fyrir mundo
Ó herra Jesú, hjá mér vertu
Ó, náðar nægð
Ó, ó, hver vill mig verja
Réttur þver, rjúfast sættir
Ríkir falla í ráðsök
Stund er sú seinasta
Sú er raun, það sannast víða
Svo sem gler, sýnist mér
Undir eins brestur burði og hug
Vond ertu veröld
Þeir undanförnu öllum benda
Öld óðum spillist
Öldin óðum spillist
Kaupa bókina