Skip to main content
19. október 2021
Íslensk réttritun – nýtt rit um stafsetningu

Sífellt fleiri skrifa og þurfa að senda frá sér ritað efni af einhverju tagi. Sumir hafa atvinnu af textaskrifum og glímu við texta en aðrir skrifa eitthvað stöku sinnum: fundargerðir, misformleg tölvuskeyti eða færslur á vef. Í slíku starfi er gott að þekkja venjur og hefðir um stafsetningu og ritun.

12. ágúst 2021
Nýyrðavefurinn

Nýyrðavefurinn

 

Nýyrðavefurinn, nyyrdi.arnastofnun.is, er einn af vefjum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var hann opnaður á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2018. Markmiðið með vefnum var að búa til vettvang þar sem almenningur gæti sent inn nýyrði eða tillögur að þeim til stofnunarinnar en þann möguleika hafði vantað.

19. mars 2021
Skáletur

Saga skáleturs

Skáletur (e. italics) kom fyrst fram sem sérleturgerð árið 1499. Fræðimaðurinn og útgefandinn Aldus Manutius (1449/1452–1515) bað þá leturgerðarmanninn Francesco Griffo (1450–1518) um að búa til slíkt letur. Elstu skáletrin voru uppréttari en nútímaskáletur og voru notuð sem sérletur. Bækur voru þá annaðhvort prentaðar með skáletri eða venjulegu letri.[1] Það var ekki fyrr en löngu síðar sem menn fóru að nota skáletur sem áhersluletur.

15. janúar 2021
Úrkomuákefð

Í þessum pistli verður fjallað um orðið úrkomuákefð sem er a.m.k. tveggja áratuga gamalt orð en undanfarin ár hefur notkun þess aukist eins og lesa má út úr gögnum Risamálheildarinnar:

 

5. nóvember 2020
Orðin stjórnarskrá, stjórnarlög og stjórnlög

Skilgreining á hugtakinu stjórnarskrá er: „Lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis og grundvallarmannréttindi“, skv. Lögfræðiorðasafninu í Íðorðabanka Árnastofnunar. Þar er einnig gefin frekari skýring hugtaksins: „S[tjórnarskrá] er æðri öðrum réttarheimildum.“ Í orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði er hugtakið skilgreint sem „lagabálkur sem kveður á um grunngildi og -reglur fullvalda ríkis“ og sýnt er enska jafnheitið constitution enda er það orð almennt þýtt á íslensku sem stjórnarskrá, m.a. í Hugtakasafni utanríkisráðuneytisins. 

19. júní 2020
Trans

Á vefsíðunni Hinsegin ö-a er að finna mikinn og greinargóðan fróðleik um fjöldamörg hinsegin orð og hugtök. Þar segir m.a.:

„Undir trans regnhlífina falla trans karlar og trans konur, fólk sem fer í leiðréttingaraðgerðir, fólk sem fer ekki í aðgerðir og kynsegin fólk. Trans er á íslensku notað sem lýsingarorð eitt og sér (sbr. að vera trans) eða með öðrum orðum (sbr. hún er trans kona).“

Og enn fremur:

Óravíddir
14. apríl 2020
Asnaleg íslensk nýyrði?

Ný orð bætast sífellt við orðaforðann, jafnt tökuorð sem nýyrði. Hér verður athyglinni fyrst og fremst beint að þeirri íslensku orðmyndunarhefð að mynda ný orð úr innlendum stofnum. Samsetning er algengasta leiðin við myndun nýrra orða í íslensku en þá eru tveir eða fleiri stofnar tengdir saman til að mynda nýtt orð. Dæmi: lýðheilsa, úr lýður og heilsa, flugfélag, úr flug og félag. Þessi orðmyndunarleið er mjög virk og oft bætast slík orð við málið án þess að tekið sé eftir.