Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Samstarf

Samstarf
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leggur ríka áherslu á góð tengsl við almenning, heimildarmenn, fyrirtæki og stofnanir innanlands. Söfnun örnefna, þjóðfræða og orðasafna byggist á góðu samstarfi við heimildarmenn víðs vegar um landið og á stofnunin marga vildarvini sem efla söfn hennar með þekkingu sinni.

Stofnunin á í fjölbreyttu samstarfi við systurstofnanir, samtök og háskóla í öðrum löndum og tekur þátt í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.
Samstarfssamningar
Árangursstjórnunarsamningur við menningar- og viðskiptaráðuneyti
Með samningi þessum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur menningar- og viðskiptaráðuneytis og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, við útfærslu á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar. Tilgangurinn er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli og upplýsingamiðlun á milli ráðuneytisins og stofnunarinnar ásamt því að leggja grunn að áætlanagerð og mati á árangri af starfsemi hennar.
Samstarfssamningur við Háskóla Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir samstarfssamninga við Háskóla Íslands um starfstengsl, fjárhagsleg samskipti og skipan sameiginlegra starfa. Starfs­tengsl geta verið á sviði kennslu, leiðbeiningar doktors- og meistaranema, rannsókna og þjónustu. Stofnunin getur að eigin frumkvæði skipulagt námskeið en mat þeirra sem hluta háskólanáms er háð samþykki hlutaðeigandi háskóladeildar. Heimilt er að semja við Háskóla Íslands um sameiginlega umsjón ýmissa starfsmanna- og kjaramála, reglur um rétt starfsmanna til úthlutunar úr sjóðum, svo sem ársmatssjóði, sáttmálasjóði og vinnumatssjóði.