Rafræn gagnasöfn um handrit og þjóðmenningu
Sarpur
Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn. Örnefnasafn stofnunarinnar er eitt aðildarsafna og þar er að finna lýsingar á örnefnum. Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni.
Ísmús – þjóðfræðisafn
Ísmús – íslenskur músík- og menningararfur – er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta.
Handrit.is
Þessi vefur er samskrá yfir íslensk og norræn handrit sem eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Árnasafni í Kaupmannahöfn (Den Arnamagnæanske Samling). Einnig er veittur aðgangur að stafrænum myndum handrita.
Bragi – óðfræðivefur
Bragi – óðfræðivefur er gagnvirkur vefur með ljóðum og lausavísum frá öllum öldum íslenskrar sögu. Bragarhættir ljóða og vísna eru sýndir í grafísku formi og hægt að sjá hvaða ljóð á vefnum eru ort undir ákveðnum háttum.
Bæjatal
Bæir á Íslandi í stafrófsröð. Upplýsingar fylgja um það sveitarfélag sem bæirnir tilheyrðu árið 1970 og það sem þeir tilheyra núna.
Sagnagrunnur
Kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir í íslenskum þjóðsagnasöfnum.
WikiSaga
Vefurinn geymir texta Egils sögu Skallagrímssonar og texta Njáls sögu ásamt lýsandi heimildaskrá yfir fræðileg skrif um Egils sögu annars vegar og um Njáls sögu hins vegar. í heimildaskránni er ein færsla fyrir hverja grein grein eða bókarkafla og oft fylgja færslunum tilvísanir til viðeigandi kafla í sögunum.
Nafnið.is
Á vefnum nafnið.is verða gögn um nöfn af ýmsu tagi aðgengileg á einum stað. Í fyrsta áfanga verkefnisins er unnið að skráningu örnefnasafns Árnastofnunar og það gert aðgengilegt og leitarbært. Verkefnið var unnið að frumkvæði nafnfræðisviðs Árnastofnunar sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á vefnum.